Fréttir

Euroborgari með alvöru bernaise

12.05.2014

Þó að hann sé seint á ferðinni þá verður að koma þessum borgara hérna inn. Ég talaði við Kjötbúðina grensásvegi fyrir helgina og fékk þá í að græja fyrir mig hakk með 20-25% fitu fyrir Eurovision. Ég var ákveðinn í því að gera bara basic hamborgara en útbúa alvöru bernaise sósu. Þegar að ég tala um alvöru bernaise þá er ég að tala um að græja hana frá grunni. Ég var svo með hvítmygluostinn Auður til þess að láta bráðna yfir kjötið á grillinu.

BBQ veisla

02.05.2014

Það hefur lítið verið að gerast hérna hjá okkur síðustu vikuna en loksins í hádeginu náði ég að henda í nokkra hamborgara á grillið. Ég fékk í gær sendingu frá kjötbúðinni á grensásveginum sem innihélt 2kg hakk og svo 1kg af hinni frábæra grísasamloku sem þeir selja einnig. Grísasamlokan er í raun bara pulled pork sem er svo búið að setja í BBQ og smakkast líka svona helvíti vel.

Red Chili Grillaður risaostborgari

18.04.2014

Það er ítrekað verið að benda manni á einhverja hamborgara sem maður verður að smakka á þessu ferðalagi mínu um hamborgaraheim. Í síðustu viku var mér bent á að ég yrði að fara á Red Chili og fá mér 400gr risaostborgara. Ég er reyndar ekkert mikið fyrir of stóra hamborgara, þegar að ég græja hamborgara hérna heima þá er ég yfirleitt með þá í kringum 140 - 180gr. En þessi hamborgari er semsagt tvöfaldur 200gr ostborgari með rauðlauk, tómat og sósu.

Doughnut Burger Roadhouse

14.04.2014

Fyrr í vetur fór skrifaði ég létt review um Crunchy Stetson Burgerinn á Roadhouse og hafði orð á því þá að ég ætti eftir að skrifa um minn uppáhalds hamborgara seinna í vetur. Nú er svo loksins komið að því að skrifa um hin fræga Doughnut Burger en bara það eitt að vera með kleinuhring í stað brauðs gefur manni nógu mikla ástæðu til þess að þú verður að prufa þennan ef þú hefur ekki smakkað.

Metróborgari, Heimsborgari og Ostborgari

11.04.2014

Verandi með svona hamborgarablogg þá er í raun ekki hægt annað en að fara á einhverjum tímapunkti á Metró til þess að hafa samanburð við annað. En þekkjandi sjálfan mig og fyrri reynslur af Metró þá ákvað ég að taka þetta bara allt í einum rikk. Ég keypti því einn Metróborgara, einn Heimsborgara og einn Ostborgara. Það var sagt við mig áður en ég fór á Metró að ég ætti að líta á þetta eins og ég væri að fara að fá mér pulsu og þá væri þetta allt í lagi, ostborgarinn væri bara eins og fá sér pulsu í sjoppu.

Barbikjúborgari á Hamborgarsmiðjunni

10.04.2014

Hamborgarasmiðjan er þokkalegur hamborgarastaður en það er hægt að fá mun betri hamborgara fyrir sama verð á öðrum stöðum. Ég fór í hádeginu og þegar inn er komið sé ég að þau eru með barbikjúborgarann á tilboði með frönskum og gosi fyrir 1550 kall sem er nokkuð gott. Fyrir sama verð getur þú reyndar fengið tilboð aldarinnar á Búllunni sem ég held að séu mun betri kaup.

Heimagerður Hamborgari með Beikonsultu

05.04.2014

Fyrr í vikunni var mér bent á uppskrift af beikonsultu, ég verð að viðurkenna það strax að mér hafði aldrei dottið í hug að útbúa sultu úr beikoni en eftir að hafa lesið þessa grein þá verð ég bara nokkuð spenntur að prufa. Í dag tók ég mig svo til og græjaði beikonsultuna eins og uppskriftin þeirra er til þess að setja á hamborgara í kvöldmatinn.

Hamborgari með heimatilbúnu chilli majónesi

02.04.2014

Ég hef stundum græjað majónes með hamborgurum sem ég er að gera en sem dæmi er mjög auðvelt að græja mæjó með hinum ýmsu bragðtegundum sem henta vel með hamborgara. Í gruninn nota ég yfirleitt þrjár eggjarauður, eitt egg og svo ca 1 og 1/2 dl  af olíu. Það þarf að byrja á því að setja eggjarauðurnar í matvinnsluvélina fyrst ásamt því kryddi eða bragði sem þú ætlar að útbúa og svo láta það blandast vel á meðalhraða. Því næst er olíunni rólega helt út og ég fylgist alltaf með þykkleikanum, því þó þetta sé nú majónes þá er ég yfirleitt með þetta nær sósu en majónesi þegar að ég geri þetta á burger.

Steikarborgari á Hamborgarabúllunni

28.03.2014

Hamborgarabúllan hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds hamborgarastöðum landsins og stendur alltaf fyrir sínu. Steikarborgarinn sem ég skellti mér á föstudaginn var þar enginn undantekning. Kjötið bragðgott og alveg 100% medium rare eldun eins og beðið var um. Held það sé ekki hægt að segja neitt slæmt um búlluna nema að það mæti bjóða uppá betri bjór. Að bjóða bara uppá þennan viðbjóðslega Thule bjór er mér ekki að skapi en það á kannski bara að borða búlluborgara með gosi. 

Jesús í flösku

22.03.2014

Borg Brugghús sendi nýverið frá sér páskabjórinn Jesú sem er ljósöl með 7% vínanda og er þetta bjór númer 24 frá Borg. Eins og vanalega þegar að Borg sendir frá sér nýjan bjór þá bíð ég spenntur og er mættur með fyrstu mönnum í vínbúðina til að tryggja mér nokkrar flöskur og þannig var það einnig í þetta skiptið.

Græjum alvöru hakk

20.03.2014

Það hefur lítið verið að gerast hérna hjá okkur á blogginu síðustu daga, en mikið að gera í öðru verður stundum til þess að maður hefur ekki tíma fyrir áhugamálin. Nú í dag sótti konan mín svo pakka sem ég var búinn að panta hjá Kjötbúðinni á grensásveginum en ég pantaði sirlion, síðu og uxahala fyrr í vikunni sem ég ætlaði að græja hakk úr.

Vinaminnis beikonborgari

14.03.2014

Ég sagði fyrr í vetur þegar að ég skrifaði review um Mexíkó hamborgarann á Vinaminni kaffihús að ég ætti eftir að fara aftur og skrifa um það hérna. Ástæðan var sú að ég hafði borðað þarna að meðaltali tvisvar í mánuði frá því síðasta sumar og alltaf verið mjög ánægður með matinn sem ég hef fengið. Þetta sinn sem ég fékk mér Mexíkóinn var kjötið hinsvegar ekki í þeim standart sem það hafði verið áður og því skrifaði ég að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. 

Ítalskur Chicken Parmesan Hamborgari

10.03.2014

Eins og nafnið gefur til kynna þá erum við að tala um Hamborgara, Kjúklingabringu, ferskan Mozarella ost og pasta sósu. Ég græja stundum fyrir fjölskylduna ítalskar kjötbolur þar sem ég hef tekið hakk, lauk, steinselju og parmesan ost en ég hef þá tekið kjötbolurnar og lokað þeim á pönnu en látið svo í eldfast mót með pastasósu inní ofn í nokkrar mín. Sambærilega uppskrift hef ég líka stunudm gert með kjúklingabringum þar sem ég loka bringunum og hendi þeim svo í ofn í nokkrar mín með ferskum mozarella osti ofan á.

Cheesecake Factory Burger

07.03.2014

Þjónninn hafði orð á því þegar að það komst til tals að við værum frá Íslandi að það væru 300.þús manns á íslandi og hann væri búinn að servera 150. þús af þeim. Það er ekki óalgeng sjón á Insta eða Facebook af vel framsetum diskum frá Cheesecake Factory. Það er alveg ljóst að þetta nafn er algjört réttnefni, eru þið að grínast með ostakökurnar þarna þær eru over the top en þessi staður gæti aldrei heitið burger factory eftir mína reynslu af hamborgaranum.

Five Guys Burgers

06.03.2014

Svona í alvörunni þá var það eitt af meginmarkmiðum í USA ferðinni að fara á þennan fræga hamborgarastað eða það ætti í raun miklu frekar að kalla þetta búllu. Eftir að hafa séð þetta myndband fyrir einhverjum mánuðum síðan þá hef ég verið spenntur fyrir þessum stað. Ég var í raun það spenntur að ég gerði eiginlega ráð fyrir því að verða fyrir vonbrigðum. Ég var búinn að hype-a staðinn verulega upp hjá sjálfum mér og mér fannst ég vera kominn til Mekka þegar að ég kom þarna inn.

Veggie Burger

04.03.2014

Það hlaut að koma að því að ég myndi smakka Veggie Burger en ég verð að viðurkenna það alveg strax að ég hef mjög takmarkaða reynslu af Vegian mat þannig að í raun er mjög erfitt fyrir mig að segja til um gæði á hráefni í burgernum sjálfum en ég ætla að vona að það séu fleiri að gera Veggie Burger þarna úti sem eru betri en þessi.

Spicy Jalapeno Pretzel Cheeseburger

03.03.2014

Ég hefði viljað getað skrifað meira á hverjum degi á meðan að ég var í pílagrímaferð í USA en það gafst bara því miður ekki tími til að skrifa um alla þá hamborgara sem ég borðaði strax en ég mun á næstu dögum birta nokkur blogg um nokkra sem ég prufaði. Ég fór mest í það að borða þrjá hamborgara einn daginn en ég ætla að segja ykkur aðeins frá burger sem ég fékk mér á Ruby Tuesday.

25 ár frá afnámi bjórbannsins

01.03.2014

Í dag eru 25 ár frá því að bjórbanninu svokallaða var aflétt á Íslandi. Sala á áfengu öli var bönnuð á Íslandi í upphafi hina svokölluðu bannáranna 1915 til 1.mars 1989. 1.mars hefur frá þeim degi verið kallaður bjórdagurinn á Íslandi. Í tilefni dagsins þá gerum við okkur hér á Hamborgarablogginu smá dagamun og fjöllum við í dag um okkar uppáhalds íslensku brugghús og skorum á lesendur okkur að drekka íslenska bjóra í tilefni dagsins.

 

 

Whiskey's monster burger

27.02.2014

Síðustu daga hefur Hamborgarabloggið verið í vettfangsferð um USA og smakkað nokkra burgera. Fyrsti burgerinn sem við ætlum að taka fyrir hér er Whiskey's monster burger sem samanstendur af þremur sirloin ca 140gr hamborgurum, applewood reykt bacon, steiktum sveppum, pepper jack osti, káli og einni tómat slæsu. Það er engir skamtar litlir í USA og þessi burger enginn undantekning á því og í raun allt of mikill matur á einum disk sem einnig innihélt laukhringi og franskar.

Fabriku mini burgerar frá Icelandair

25.02.2014

Það er ekki eins og maður sé að ferðast á hverjum degi en ég sá þessa Hamborgarafabriku borgara í flugi sem ég var í um daginn og ákvað að vera ekkert að smakka. Í dag hinsvegar ný kominn frá Grillmarkaðnum og með í fersku minni einn besta hambrogara sem hægt er að fá á Íslandi skellti ég mér í Fabrikuburgera í flugi Icelandair frá Keflavík til Boston